Strögglið við skipulagið

Það kannast ábyggilega allir foreldrar við þá hugsun að vanta fleiri klukkutíma í sólarhringinn. Hvort sem þeir eru á vinnumarkaði, í skóla eða öðru, þá tekur við önnur 120% vinna þegar við göngum inn um dyrnar okkar heima.

Kannski er morgunmatarskálin ennþá á borðinu því þið höfðuð ekki tíma í að ganga frá þennan morguninn, náttfötin á gólfinu og þú manst þá eftir þvotta fjallinu sem bíður þín.

Það er ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit að koma heim og það fyrsta sem ég þarf að gera er að byrja  ganga frá. Sem ég samt skil ekki hvernig það gæti mögulega þurft, ég eyddi öllum mínum dögum í að ganga frá, hafa ofan af dóttur minni, vaska upp og hvað eftir annað. 

Það tók mig góðan tíma í að ná að koma jafnvægi á heimilisverkin og finna hvað hentaði mér best. Hvað þá þegar það var sumarfrí í leikskólanum! Mér fannst ég aldrei vera gera neitt en samt alltaf á hlaupum.

Ég hef því miður, kæri lesandi, engin töfra ráð við að lengja sólarhringinn eða kunnáttu á að stoppa tímann. Hins vegar þá get ég deilt með þér ýmsum ráðum hvernig ég auðveldaði mér heimilisverkin margfalt, bara með því að breyta smá til hjá mér.

Post it miðar

Ég er með 7 post it miða á ísskápnum hjá mér sem eru merktir vikudögunum. Ég merki alla læknistíma og mikilvæg erindi bæði í síman og á ísskápinn, en þessir litlu hlutir sem manni tekst svo oft að gleyma og þarf svo alltaf að skjótast eftir merki ég líka á ísskápinn. Til dæmis að muna eftir að setja mjólk á innkaupalistann eða jafnvel að muna eftir að gera innkaupalista 

Matseðill vikunnar

Hvað er í matinn? Mögulega erfiðasta spurningin sem ég get spurt á þessu heimili ,,öhm ég veit ekki, eitthvað gott” ,,þú mátt ráða” ,,nei við erum nýbúin að hafa þetta í matinn” Ég sá konu ekki fyrir neitt svo löngu pósta þessu ráði á facebook. Ég skrifaði niður allt sem mér datt í hug að hafa í kvöldmat á litla miða, braut þá saman og blandaði þeim saman í glas. Núna þegar ég þarf að skipuleggja viku matseðilinn byrja ég á því að skrifa það sem mig langar að hafa í kvöldmatinn ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Fyrir restina af dögunum sem standa auðir, dreg ég miða úr glasinu og voila! Kvöldmaturinn er ákveðinn! 

Skipuleggja matarinnkaupin

Í stað þess að vera á hverjum degi eða annan hvorn dag að fara út í búð og kaupa nokkra hluti, skrifa niður innkaupalista yfir það sem þarf! Það bæði getur hjálpað þér við að kaupa ekki óþarfa vörur og hjálpað við að þú þurfir ekki að skjótast aftur í búðina seinna í vikunni. Þar fyrir utan þá hjálpar þetta veskinu mjög mikið!

Dót út um allt?

Dóttir mín er 17 mánaða, hún á allt of mikið af dóti sem hún leikur sér ekkert með og fullt sem hún er að vaxa upp úr. Ég skipti niður dótinu hennar í 3 kassa og tek alltaf út einn í einu. Þannig eru þessar kjarnorkusprengjur í herberginu hennar töluvert minni. Svo er þetta líka ótrúlega sniðugt að þegar hún fær leið á einum kassanum að ganga frá honum og taka næsta út.

Fjandans þvottafjallið

Ég fæ grænar bólur við tilhugsunina um að setja í þvottavélina, aðallega vegna þess að mér fannst aldrei tæmast eða minnka úr körfunni. Fyrir ekkert svo löngu keypti ég flokkunar þvottakörfur, eitthvað sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera! Ég er á met tíma að setja í vélar núna, því ég þarf ekki að byrja á að rífa allan þvott úr einni körfu ogflokka hann. Plús það hefur aldrei verið eins lítill þvottur eftir til að þvo og núna.

Nota kassa, körfur og smáhirslur í skápa. 

Það kemur mikið betra skipulagi á allt hjá manni, oftast virðist vera minni óreiða í skápunum og það er auðveldara að spotta strax hvað þarf á heimilið eða hverju þú varst að leita af. Svo líka kemst oft mikið meira í skápana ef þeir eru vel skipulagðir

Færri föt, minna vesen.

Farðu í gegnum fataskápinn og for thelove of god hentu fötunum sem þú ert búin að vera geyma síðan 2014 því þú gætir kannski notað þau einu sinni enn. Færri föt þýðir minni þvottur og meira pláss til að ganga frá fötunum fallega

Tími til að læra. 

Ég er mamma sem er í námi, núna yfir sumarið er ég í fjarnámi og getur það oft orðið erfitt að finna tíma til þess að læra, sérstaklega þegar það eru sumarfrí og barnið heima allan daginn. Ég set engan x tíma á það hvenær ég sinni skólanum, heldur fer það yfirleitt bara eftir þeim degi, stundum er það þegar dóttir mín leggur sig í hádeginu, stundum er það á meðan hún leikur sér. En ég er ótrúlega heppin með það að eiga maka sem tekur 100% þátt í öllu og oft sendir hann mig burt að læra meðan hann sinnir barninu og eldar kvöldmatinn. 

Heimilisverkin skipulögð

Ég hef reynt ýmis þrif-plön, sem hafa oft virkað í smá tíma. Það sem hefur hentað mér best er að taka mér 30-60 mínútur á morgnanna yfir kaffibollanum að ganga frá og setja í þvottavél, á kvöldin eftir kvöldmatinn hjálpumst við að við ganga frá og setjum uppþvottavélina í gang svo hún sé tilbúin daginn eftir, svo er ryksugað eftir þörfum. Einu sinni í viku tek ég “meiri þrif dag”. Þá þurrka ég af öllu, skúra, skipti á rúmum og geri þau heimilisverk


Húsverk sem hæfa 2 til 12 ára plús

 

Ég er ein þeirra sem er á því að börn og krakkar ættu að taka þátt í verkefnum heimilisins eins mikið og hægt er. Fyrir því eru nokkrar ástæður; það undirbýr þau betur fyrir framtíðina, þau læra frekar að meta það sem gert er fyrir þau, þeim finnst gaman að vera með og taka þátt.

Minn 2 ára guttitiltekt4 alveg elskar að þrífa og taka til með mér! Jafnvel þó svo að stundum taki það þá kannski aðeins meiri tíma en ella þá er þetta líka rosalega skemmtileg samverustund og ég finn það að hann sækist líka í þetta einmitt vegna þess, ég er frekar upptekin að eðlisfari, hef minni tíma oft en ég hefði viljað í að gera eitthvað með honum en það gleymist svo oft að litlu hlutirnir telja rosalega hratt og þessi samvera skiptir okkur bæði miklu máli.

Mér finnst ég oft sjá umræður um það hvað sé eiginlega viðeigandi fyrir börn á hinum og þessum aldri og ákvað því að gera lista yfir það hvað börn á nokkrum aldursbilum ráða sirka við, að sjálfsögðu ekki alveg tæmandi þó.

2 – 3 ára

 • Ganga frá leikföngum og bókum eftir sig
 • Henda í ruslatunnuna/endurvinnsluna
 • Setja í óhreina tauið
 • Þurrka af auðveldum stöðum
 • Hjálpa við að taka úr uppþvottavél
 • Ganga frá hreinum þvotti – með aðstoð
 • Brjóta saman tuskur, viskastykki og þess lags
 • Ákveða föt fyrir daginn
 • Vökva plöntur
 • Tekið úr innkaupapokum
 • Sett í þvottavélinatiltekt1

4 – 6 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Gefa dýrunum að borða
 • Tekið af rúminu sínu
 • Gengið frá þvotti óstudd
 • Lagt á borð
 • Parað og brotið saman sokka
 • Búið um rúmið
 • Þrifið eldhúsborðið
 • Sópað

7 – 11 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Ryksugað
 • Hengt upp úr þvottavél
 • Gengið frá eftir matinn
 • Brotið saman þvott
 • Farið út með ruslið/endurvinnsluna
 • Hjálpað til með undirbúning á mat t.d. útbúið salat
 • Þrifið spegla
 • Reytt arfa

12 ára og eldritiltekt2

 • Allt sem á undan fer
 • Slegið garðinn
 • Passað yngri systkini
 • Hjálpað með heimanám yngri systkina
 • Þrifið baðherbergið, þ.e. vask, klósett og sturtu
 • Skúrað
 • Séð um þvott
 • Þrifið ísskápinn

 

Þangað til næst

Irpa Fönn