Augu&- varir|Review

Fyrsta varan sem ég ætla skrifa um er Volume million lashes Excess maskarinn frá L’Orèal.

Èg hef notað þennan maskara on og off í fimm ár. Finnst þetta fullkominn hversdags maskari, no make up look er mitt uppáhalds og mér finnst ég einmitt ná fullkomnu lúkki með þessum maskara. Greiðan á maskaranum nær að greiða vel í gegnum augnhárin svo þau klessast ekki saman. Hann er alls ekki dýr í verði, frekar ódýr eiginlega.

Down side við hann er að mér finnst hann verða þurr eftir nokkrar vikur frá fyrstu notkun. En þrátt fyrir það verða augnhárin ekki klessuleg, þarf þá bara fara örlítið oftar með hann yfir augnhárin.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, hiklaust. Þetta er svona minn go to maskari þegar ég þarf að kaupa mér nýjan og hugsa hann verði það allavega í fimm ár í viðbót.

Mavala lip balm frá Modus. Fyrir ykkur sem eruð með breytilegar varir eftir árstíðum eins og ég myndi ég mæla með þessum til að tækla það vandamál.

Lyktin og endingin á honum eru bæði mjög góð.

Hann heldur vörunum mjúkum og hjálpar þurrum og sprungnum vörum

Down side: eiginlega finn ekkert. Kannski bara að hann fæst ekki í bænum sem ég bý í, væri til í að sjá hann í apótekum því hann gerir æðislega hluti fyrir þurrar varir.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, 10 af 10

Lancome Grandiose maskarinn.

Þessi maskari grínlaust gerir allt. Lengir og þykkir augnhárin. Engar maskara klessur og maskarinn þornar ekki eftir nokkra vikna notkun.

Mjög auðvelt að nota hann útaf sveig á burstanum, auðveldar helling fyrir klaufa eins og mig sjálfa.

Það er auðvelt að nálgast hann, hægt að kaupa í netverslun lyfja og kostar tæplega 6.000kr.

Down side er svolítill nísku púki og á mjög erfitt að rèttlæta fyrir mér 6000kr í einn maskara, en hann er algjörlega þess virði.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já og nei. Maskarinn fær fullt hús stiga en nískupúkinn segir nei💸

Varalitur frá lindex cashmere brown. Elska litinn en þessi vara litur hentaði mér alls ekki svona dagsdaglega. Nota hann frekar við tilefni og veislur.

Varaliturinn er mjög mjúkur, mjög fallegur á vörum en þurfti líka laga hann mjög oft. Hann næst mjög auðveldlega af og skilur ekki eftir sig lit.

Hugsa ég myndi ekki kaupa hann aftur en mun samt nota hann á meðan ég á hann því liturinn er gorgeous þó formúlan henti mér kannski ekki.

REF maskinn og dagkremið- mín reynsla

Þessi blanda af vörum hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni.

Alveg frá því ég var krakki hef ég átt erfitt með að finna vörur sem henta minni húð, þær annað hvort brenndu mig eða virkuðu ekki.

Ég var búin að gefa upp alla von og sætti mig lengi við það að ég þyrfti bara nota þungan farða yfir húðina til að fela allar bólur.

Ég gerði mér ekki upp neinar vonir um að þessar vörur myndu virka neitt frekar en eitthverjar aðrar sem ég hafði prufað, en útkoman var mögnuð!

Ég er með frekar blandaða húð, feit á sumum stöðum og á öðrum svo þurr að ég flagna. First impression á dagkremið var virkilega góð, húðin varð alveg mjúk og hélst mjúk allan daginn. Svæðin sem voru byrjuð að flagna fóru minkandi og á viku voru þurrkublettirnir alveg farnir. Ég myndi segja að þetta dagkrem myndi henta öllum húðtýpum, olíu miklum, þurrum og blönduðum.

Ég er búin að nota þetta dagkrem í að verða komnar 4 vikur og húðin verður bara betri og betri.

Eins og ég sagði frá í byrjun að þá hefur verið mjög erfitt að finna vörur sem henta minni húð, hvað þá maska. Ég er með rosalega viðkvæma húð þegar kemur að möskum og brenn yfirleitt á fyrstu 5 mínútunum, eitthver sagði við mig að það þýddi að maskinn væri bara að virka og ég ætti að þrauka í gegnum þetta þann tíma sem maskinn ætti að vera á mér.. STÓR MISTÖK! Já ég skað brann og gat ekkert málað mig næstu dagana eftir á meðan húðin var að jafna sig.

Ég var því eiginlega líka búin að búa mig undir það að það yrði eins með þennan maska eins og flest alla sem ég hef prufað. Hann sveið í byrjun þegar ég setti hann á mig og ég hugsaði strax ,,ohh frábært ég er að fara brenna“ en sviðinn hætti strax og ég var búin að setja maskan á mig. Þegar ég tók maskann framan úr mér var ég eftir með svo hreina og svo mjúka húð. Ég sá strax greinilegan mun frá hverju skipti sem ég notaði hann hvað bólurnar fóru minnkandi.

Báðar vörurnar hafa hentað minni húð ótrúlega vel og ég gæti ekki mælt nógu mikið með þeim, sérstaklega fyrir þá sem eru með blandaða eða viðkvæma húð.

Hvernig ég hætti að naga neglurnar!

Nei nú verð ég að segja ykkur frá undra efni sem kallast Mavala Stop!

Þau sem hafa verið að fylgjast með mér alveg frá byrjun vita það að ég var og er nagla sjúk! Ég keypti mér fullan kassa af gelum, naglaþjölum og allskonar fínerí og ákvað að læra gera á mig neglur sjálf sem ég hefði nú heldur betur frekar mátt sleppa. Eitt ár af nýjum nöglum á viku fresti, endalaust verið að pússa fór virkilega illa með neglurnar mínar, en þetta hefði ábyggilega farið illa með flest allar neglur.

Ég er búin að vera í basli núna í fleiri vikur því neglurnar mínar hafa ekkert náð að vaxa eftir þessa meðferð hjá mér á þeim. Þær byrjuðu að brotna svo ég nagaði alltaf restina af nöglunum burt til að reyna jafna þær meira út, meikar sens er það ekki? Ef ein nögl brotnar að naga þá allar alveg niður.

Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að nota Mavala stop og Mavala Scientifique K+ sem ég fékk í gjöf frá Hemma mínum.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði enga trú á þessu til að byrja með en sá svo með hverjum degi hvað þetta var að gera fyrir neglurnar mínar.

Ég setti Mavala stop á mig á tveggja daga fresti því ég vildi vera viss um að efnið væri á mér allan tímann svo ég væri ekki að stelast í að naga. Ég nagaði neglurnar í eitt skiptið, sem var eiginlega alveg næstum því óvart, eftir að ég setti þetta á mig. En það sem Mavala stop gerir er að þegar þú reynir að naga neglurnar kemur rosalega sterkt biturt bragð sem varir í svolítinn tíma, lyktin af því er svipuð og af naglalakki en þegar það þornar er engin lykt.

Mavala Scientifique K+ notaði ég svo til að styrkja neglurnar sem ég var búin að pússa alveg í gegn, og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég hafi séð mun strax og þetta var komið á. Nei neglurnar þykktust ekki um marga millimetra á sekúndubroti en strax og efnið var þornað sá ég augljósan mun og það tók ekki nema eina viku fyrir neglurnar að vaxa þannig ég gæti loksins klórað mér almennilega.