Í tvö ár hef ég verið mikill Ella´s unandi, enda vörur sem hafa allaf staðist væntingar. Þægindi, gæði og úrvalið er alltaf í fyrsta flokk.
Til að nefna dæmi voru Ella’s skvísurnar fyrir fjögra mánaða börn fyrsta fæðan sem börnin mín fengu að smakka.
Yngra barnið hjá mér er núna að verða 8 mánaða og erum við að byrja gefa honum meira af fastri fæðu en mauk. Í eldhúsinu mínu erum við með fullan skáp af skvísum frá Ella’s kitchen, mig langaði að prufa mig áfram með þær hvort það væri hægt að nota þær til dæmis við bakstur. Eftir smá stund á google fann ég heilan helling af uppskriftum sem er hægt að nota skvísurnar í.
Ég rakst svo á uppskrift sem ég varð að prufa.. Tropical pönnukökur.
Pönnukökurnar slóu í gegn, svo ég gerði slatta af þeim, skipti í lítil box og frysti svo við gætum alltaf gripið í þessar gómsætu pönnukökur.
Uppskrift.
2 The yellow one skvísur frá Ella’s kitchen
2 Egg
180g af hveiti
160g af mjólk

Aðferð
Öllu blandað saman í skál.
Hitið pönnuna á miðlungs hita.
Takið um eina matskeið af deiginu og setjið á pönnuna.
bíðið í smá stund þar til það koma litlar loftbólur á pönnukökuna og snúið henni svo við
Uppskriftin er ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að undirbúa.
Ég má til með að deila því með ykkur að þessa dagana er tilboð á völdum skvísum í Nettó. Þið kaupið kassa af 7 skvísum en borgið bara fyrir 5. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla gera mér ferð í Nettó og nýta þetta tillboð!

You must be logged in to post a comment.