Tropical pönnukökur

Í tvö ár hef ég verið mikill Ella´s unandi, enda vörur sem hafa allaf staðist væntingar. Þægindi, gæði og úrvalið er alltaf í fyrsta flokk.
Til að nefna dæmi voru Ella’s skvísurnar fyrir fjögra mánaða börn fyrsta fæðan sem börnin mín fengu að smakka.
Yngra barnið hjá mér er núna að verða 8 mánaða og erum við að byrja gefa honum meira af fastri fæðu en mauk. Í eldhúsinu mínu erum við með fullan skáp af skvísum frá Ella’s kitchen, mig langaði að prufa mig áfram með þær hvort það væri hægt að nota þær til dæmis við bakstur. Eftir smá stund á google fann ég heilan helling af uppskriftum sem er hægt að nota skvísurnar í.
Ég rakst svo á uppskrift sem ég varð að prufa.. Tropical pönnukökur.
Pönnukökurnar slóu í gegn, svo ég gerði slatta af þeim, skipti í lítil box og frysti svo við gætum alltaf gripið í þessar gómsætu pönnukökur.


Uppskrift.
2 The yellow one skvísur frá Ella’s kitchen
2 Egg
180g af hveiti
160g af mjólk


Aðferð
Öllu blandað saman í skál.
Hitið pönnuna á miðlungs hita.
Takið um eina matskeið af deiginu og setjið á pönnuna.
bíðið í smá stund þar til það koma litlar loftbólur á pönnukökuna og snúið henni svo við


Uppskriftin er ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að undirbúa.
Ég má til með að deila því með ykkur að þessa dagana er tilboð á völdum skvísum í Nettó. Þið kaupið kassa af 7 skvísum en borgið bara fyrir 5. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla gera mér ferð í Nettó og nýta þetta tillboð!

Skinku og baconpasta í rjómaostasósu

Þetta er eitt af uppáhalds réttum Ása og er það því nokkuð reglulegur réttur á matseðli þessa heimilis. Ekki skemmir heldur fyrir að þetta er sjúklega einfaldur réttur!

Hráefni:

2x Bacon bréf

Hálfur pakki 80% skinka

Pasta (skiptir ekki máli hvaða tegund en ég nota oftast fussili eða penne)

1.5x Kryddostur (það eru til fleiri en ein tegund og mér þykir þær allar góðar bæði Örnu og MS)

500ml Rjómi (ég nota Yosa útaf mjólkuroþoli og það er sjuklega gott)

1x teningur nautakjötkraftur

Aðferð:

Þú byrjar á að sjóða pastað í sæmilega stórum potti. Á meðan pastað sýður, skerðu bacon og skinku í hæfilega bita og steikir á pönnu (mér finnst best að steikja baconið aðeins lengur og set það því fyrst og bæti svo skinkunni við þegar það er steikt). Settu það svo aðeins til hliðar á meðan þú gerir sósuna.

Sósuna gerirðu með því að setja rjómann í pott og skerð kryddostinn í teninga til þess að þeir bráðni fyrr, á sama tíma setur þú nautakraftinn útí og hrærir í þar til sósan er orðin smooth.

Þegar pastað er tilbúið, þá sigtarðu vatnið frá og bætir öllu hinu hráefninu útí og blandar saman. Einfaldara verður það ekki!

Mér finnst svo bilað gott að borða þetta með smá ripsberjahlaupi útá.

Prótein Frappuccino

Þessi drykkur er næstum því betri en alvöru frappó sem maður kaupir á kaffihúsum en hann er miklu miklu hollari. Þetta er frábært próteinríkt millimál sem ég elska að fá mér þegar ég er þreytt og langar í eitthvað extra gott og orkugefandi. Hvort sem það er seinnipartinn á virkum degi þegar manni vantar smá auka orku til að klára daginn, eða um helgar þegar mann langar að gera vel við sig, þá á þessi drykkur vel við. Uppskriftin er alls ekki heilög og má alveg nota annað próteinduft, aðra sósu osf. Og ef maður vill gera extra vel við sig er hægt að toppa drykkinn með rjóma og sykurlausri súkkulaðisósu og þá líkist þetta Starbucks Frappuccino.

Prótein frappó:

1 bolli gott kaffi

2 góðar lúkur klakar

1/2 frosinn banani

1 skeið prótein (ég nota ON protein energy með Mocha Cappuccino)

1/2 flaska Nije próteindrykkur með Cappuccino bragði

1 msk sykurlaus súkkulaðisósa (t.d. frá Bodylab eða Callowfit)

Öllu blandað saman í blandara og drukkið strax !

Hollt og sjúklega gott túnfisksalat

Þetta túnfisksalat er það gott (og það hollt) að maður getur borðað það með skeið beint úr dallinum. Hins vegar mæli ég með því að setja það ofan á eitthvað gott hrökkbrauð eða gróft brauð, það er algjört sælgæti.

Innihald:

2 soðin egg (mér finnst best að hafa þau ekki alveg harðsoðin heldur smá mjúk alveg í miðjunni)

1 dós túnfiskur

1/2 fínt saxaður laukur

100 gr kotasæla

100 gr sýrður rjómi 10%

2 msk light mayonnaise

Svartur pipar

Hvítur pipar

Aromat

Öllu blandað vel saman og kryddað eftir smekk, best að smakka sig bara til. Geymist í nokkra daga í lokuðu íláti inni í ísskáp.

Glódís

Kartöflu og púrulaukssúpan hennar tengdó

Ég er ekki sú eina Í fjölskyldunni sem hefur ástríðu fyrir mat! Tengdamamma mín er snillingur í eldhúsi, hún hefur dásemd af því að elda og gera góðan mat og hef ég lært margt af henni!

Hér er ein af mínum uppáhalds súpum ever sem þið bara verðið að smakka!! þessi súpa hefur verið í flestum stórveislum sem við maðurinn minn höfum haldið og ekki skemmir fyrir hvað það er ódýrt að kaupa í hana!

Hráefni

  • Púrulaukur 1stk
  • Hvíturlaukur 2stk
  • Bökunarkartöflur 4 stk
  • Hvítlauksrif 4 stk
  • Lárviðarlauf (fjarlægja áður en þið maukið)
  • Vatn sem flítur rétt yfir grænmetið
  • 400 grömm rjómaostur
  • 4stk kjötkraftur
  • Salt og pipar
  • Rjómi er æðisleg viðbót (svona spari)

Aðferð

  1. Skerið grænmetið í bita
  2. Því næst er það vatnið sem á rétt svo fljóta yfir grænmetið.
  3. Þegar grænmetið er soðið bætir þú við kjötkraftinum, rjómaostinum og lárviðarlaufinu (sem er svo tekið rétt áður en þú maukar)
  4. Því næst setur þú salt og pipar eða Herbamare og pipar! Og leyfir bragðinu koma fram í súpunni
  5. Svo er ekkert annað eftir en að mauka.

Og þá er það bara að njóta

Þangað til næst

Guðbjörg Hrefna

Instagram – arnadottirg

Taco-panna, heimagert salsa og guacamole

Ég elska mexíkóskan mat, hann er svo djúsí og bragðgóður, og oftast ekkert mjög óhollur. Þessi réttur er einmitt þokkalega hollur, krakkarnir elska hann og hann er mjög einfaldur. Það er hægt að skella öllu inn í tortillavefju, nota nachos flögur til að skófla þessu upp í sig eða bara borða þetta með hnífapörum. Ég mæli með að bera þetta fram með svörtu doritosi, sýrðum rjóma og heilhveitivefjum.

Taco-panna:

1 pakki hakk

1/2 – 1 bréf Taco krydd

Salt, pipar og chilli flögur

1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar

1 dós maísbaunir

1 dós nýrnabaunir

Rifinn ostur

Aðfer: byrjið á að steikja hakkið á pönnu við háan hita. Þegar hakkið er tilbúið er hitinn lækkaður og hakkið kryddað með taco kryddi, salti, pipar og smá chili flögum. Næst er tómötunum bætt út á pönnuna og blandað saman við hakkið. Hellið vökvanum af maísbaununum og nýrnabaununum og setjið baunirnar með á pönnuna. Leifið þessu svo að malla við lágan hita á meðan meðlætið er útbúið. Alveg í lokin er rifnum osti stráð yfir pönnuna og leyft að bráðna. Berið réttinn fram á pönnunni.

Salsa:

2 stórir tómatar

1/2 rauðlaukur

1 gul paprika

1/3 gúrka

Salt

Aðferð: gúrkan er skorin endilöng í tvennt og miðjan hreinsuð úr með matskeið. Næst er allt grænmetið skorið niður mjög fínt og sett í skál, saltað og blandað vel saman.

Guacamole:

2 vel þroskuð og mjúk avacado

Sítrónusafi

Salt

Aðferð: stappið avacadoið með kartöflustappara eða gaffli þar til orðið að grófu mauki, þá er skvettu af sítrónusafa helt yfir, saltað og hrært vel saman.

Djúsí pasta & hvítlauksbrauð

Ég eldaði þennan pastarétt í gær og öllum fannst hann virkilega góður. Mér finnst þægilegt að skella í pastarétt því það er einfalt og fljótlegt, og frábær leið til að nýta hráefni sem er að verða komið á síðasta séns, til dæmis grænmeti sem er orðið slappt og kjötálegg eða ost sem er að verða kominn á síðasta söludag. Innihaldsefnin eru því alls ekkert heilög og ég mæli með að nota bara það sem til er hverju sinni.

Pastaréttur:

250 g pasta

Ólífuolía

Sjávarsalt

Steikingarolía

1 laukur

1 hvítlaukur lítill (eða eitt hvítlauksrif)

1 laukur

1/2 brokkolíhaus

1/2 blómkálshaus

1/2 rauð paprika

6 beikonsneiðar

2 lúkur skinkukurl

10 pepperóní

250 ml matreiðslurjómi

1/2 piparostur

1/2 mexíkóostur

Maizenamjöl

Hvítur pipar 

Svartur pipar

Sjávarsalt

Chili flögur

Hvítur pipar

Grænmetiskraftur

Aðfer:

Byrjið á að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum, mér finnst best að nota heilhveiti pastaskrúfur en það má nota hvaða pasta sem er. Gott er að setja góða ólífuolíu og vel af sjávarsalti með í pottinn.

Skerið grænmetið smátt og steikjið við lágan hita upp úr góðri steikingarolíu, passið að nota stóra og djúpa pönnu svo að allt komsti fyrir. Á meðan grænmetið mallar á pönnunni er beikonið og pepperóníið skorið niður og bætt á pönnuna ásamt skinkukurlinu þegar grænmetið er orðið mjúkt. Rífið piparostinn og mexíkóostinn niður með rifjárni og bætið á pönnuna ásamt matreiðslurjómanum. Þegar osturinn er bráðnaður er sósan krydduð og smökkuð til, og svo þykkt með maizenamjöli. Mér finnst best að setja mikið af maizenamjöli og þynna svo sósuna með pastavatni þar til hún er orðin passlega þykk, þannig verður meira úr henni og hún bragðast betur. Þegar pastað er soðið er afgangs pastavatninu hellt af og sósan sett með pastanu í pottinn. Svo má leyfa þessu að malla við lágan hita á meðan hvítlauksbrauðið er útbúið.

Hvítlauksbrauð:

Mér finnst best að nota gott bakarísbrauð, til dæmis súrdeigsbrauð eða gróft brauð með mikið af kornum, en það er hægt að nota hvaða brauð sem er. Brauðsneiðunum er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Næst er íslenskt smjör sneitt niður með ostaskera og ein sneið af smjöri sett á hverja brauðsneið. Að lokum er settur ostur, annað hvort rifinn eða í sneiðum, á hverja brauðsneið og vel af hvítlaukskryddi stráð yfir. Þetta fer svo inn í ofn á 200 gráður þar til osturinn er bráðnaður.

Makkarónu bomba með karamellukurli og heslihnetum

Þessi dásemd hefur fylgt mér í mörg ár! Þetta er nefnilega einn af uppáhalds réttum mömmu minnar ( með smá tvist)

Uppskrift

Botn

  1. Makkakrónur – ég keypti þessar í krónunni
  2. setur í poka og kremur

Rjóma blanda

  1. 3 dl Rjómi
  2. 60 gr flórsykur
  3. 2 st eggjarauður
  4. Saxið rjóma súkkulaði með karamellukurli og heslihnetum

Þið byrjið á því að þeyta flórsykurinn og eggjarauðurnar saman, því næst er rjóminn þeyttur, þegar að það er búið er hrært súkkulaðinu og eggjablöndunni rólega saman við rjómann

 

Jarðaberjum er svo raðað ofan á rjóma blönduna

Súkkulaði hjúpur

  1. 200 gr suðursúkkulaði
  2. 1 dl  rjómi

Þetta er brætt saman og dreift yfir rjómablönduna og jarðaberin

Svo í lokinn er þetta allt toppað karamellu sósu

namm22

namm3

namm4

nammi5

namm66

namm8

namm9

namm10

gu

insta