Skírn 15.09.

Sunnudaginn 15. september klukkan 15.15 var dóttir mín, Marín Blær skírð. Athöfnin fór fram í kirkju Óháða safnaðarins og var að athöfninni lokinni var boðið upp á kaffi og veitingar í safnaðarheimilinu.

Ég fékk rosalega mikið af frábærri hjálp enda var skírnin þrem dögum eftir keisarann og ég ekki alveg í besta forminu og þá er svo gott að eiga góða að. Þá sérstaklega þar sem að athöfnin var í safnaðarheimilinu og verið var að breyta og bæta neðri hæðina og eldhúsið þannig að við þurftum að koma með allt með okkur, diska, bolla, upppáhelligræjur og svo framvegis…

skírn1skírn2

Nafnið

Stelpan fékk nafnið Marín Blær og hef ég nokkrum sinnum fengið spurningu út í nafnið þar sem að það er frekar líkt Maríusi Blæ, stráknum mínum. Blær var alltaf gefið þar sem að ég var fyrir löngu búin að ákveða að börnin mín myndu heita Blær, ég sjálf átti að vera Irpa Blær en það var áður en það mátti því er ég Fönn en hef alltaf verið svo hrifin af Blær nafninu. Marín er síðan eina stelpunafnið sem við pabbi hennar gátum verið sammála um öll önnur nöfn sem hann stakk upp á fannst mér bara alls ekki málið og það sama á við um hann og þau nöfn sem ég stakk upp á, að nafnið byrjaði á M var því ekki endilega eitthvað sem við vorum að miða við og tilviljun ein hve líkt það varð. Fyrir áhugasama heitir Maríus því nafni svo vegna þess að langamma mín kom til mín í draumi í byrjun meðgöngu og nefndi það við mig, það var svo bara fast.

Veitingar

Veitingarnar sem boðið var upp á voru:

  • skírnarkakan, amma Maríusar er snillingur í bakstri og bakaði rosa fallega köku fyrir okkur, þetta var súkkulaðikaka með hvítu hindberjakremi og sykurmassa
  • rúlluterta
  • túnfisksalat
  • bollakökur með daim-kurli og karamellusósu
  • döðlugott með og án lakkrís
  • makrónur
  • mygluostar og með því (hráskinka, vínber, jarðaber, salami, bláber, maltesers, ólífur sulta, ritz og þurrkaðar pylsur
  • smáborgarar
  • kjúklingur á spjóti
  • bruschetta með grænu pestó, brie, salami og basiliku

skírn4skírn5

skírn6

Skreytingar

Ég ætlaði að hafa blómaþema og allskonar skreytingar en þar sem dagsetningin á skírninni var ákveðin með rétt rúmlega viku fyrirvara og svona stutt frá keisara varð þetta aðeins öðruvísi en kom að mínu mati mjög vel út

Ég á fullt af skrauti sem ég nota aftur og aftur, pom-pomin í gluggunum notaði ég til dæmis fyrst í skírn Maríusar og síðan öllum mínum veisluhöldum síðan þá, þau ásamt confetti-inu, eru úr Söstrene grene. Kertastjakarnir á borðunum eru Nagel/Stoff, Hvítu dúkarnir á borðunum eru leigðir frá Efnalauginni Björg í Mjódd.

skírn3

Gestabókin

Ég var með polaroid filmumyndavél og bað fólk að taka mynd af sér og kvitta síðan hjá myndinni í bók, hvort sem var með nafni eða kveðju og nafni. Ótrúlega skemmtilegt og persónulegt að sjá ekki bara einhver nöfn heldur tengja þau við manneskjur. Ég gerði þetta líka í skírninni hans Maríusar og notaði sömu bók, gaman fyrir gestina líka að skoða myndirnar síðan þá ef þeir voru í báðum veislum.

skírn7

Þangað til næst

Irpa Fönn

Sykurlaust afmæli

Ég hélt upp á afmælið mitt í gær með því að bjóða fjölskyldunni í smá kaffi, en þar sem ég er að taka sykurlausan september þá ákvað ég að reyna að hafa allt í afmælinu sykurlaust, eða allavega halda sykri í lágmarki. Það var alls ekki erfitt að finna sykurlausar uppskriftir á netinu en svo notaði ég líka nokkrar uppskriftir sem voru ekki sykurlausar en ég skipti bara út sykrinum fyrir gervisætu. Ég ætla að taka saman allt sem ég bauð upp á í afmælinu og vonandi geta einhverjir nýtt sér það.

Ostabakki

Ég var með lítinn ostabakka en flestir ostar og kex innihalda lítið af sykri. Ég var svo með vínber og sykurlausa jarðaberjasultu.

Mexíkóskur brauðréttur

Flestir brauðréttir innihalda lítinn sykur og því þarf oft ekkert að breyta uppskriftunum til að gera þá sykurlausa. Þetta er einn af mínum uppáhalds heitu brauðréttum og hann slær alltaf í gegn í öllum veislum. Uppskriftin er frá Gulur rauður grænn og salt: https://grgs.is/2016/03/10/8681/

Sykurlaus djús

Ég bauð upp á sykurlausan djús en þessi fæst í Nettó og er mjög góður. Ég blandaði hann í stórann drykkjarkút og setti niðurskornar appelsínur, sítrónur og lime, og fullt af klökum út í. Þetta var mjög ferskt og gott. Einnig bauð ég upp á nokkrar tegundir af sykurlausu gosi, en djúsið var lang vinsælast.

Djöflaterta

Þetta er uppskrift frá Lindu Ben en hana má finna hér: https://lindaben.is/recipes/alvoru-djoflaterta-med-besta-sukkuladi-kreminu/ Það eina sem ég gerði var að skipta út sykri fyrir sukrin, og flórsykri fyrir sukrin melis, og þá er kakan orðin sykurlaus, eða svo gott sem. Hún var æðislega góð, enda má sjá fingraför í kreminu ef myndin er skoðuð vel en dóttir mín var aðeins búin að stelast til að smakka áður en veislan byrjaði 😉

Frönsk súkkulaðikaka

Ég fékk þessa uppskrift hjá Sylviu Haukdal en kakan er bæði sykur- og hveitilaus og bragðast samt alveg eins og venjuleg frönsk súkkulaðikaka, dísæt og bráðnar uppí manni. Ég bar hana fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum. Uppskriftina má nálgast hér: https://sylviahaukdal.is/sykur-og-hveitilaus-fronsk-sukkuladikaka/

Súkkulaðibita kökur

Þessi uppskrift er frá Lindu Ben en ég skipti út púðursykri og döðlusykri fyrir sukrin gold og notaði sykurlaust súkkulaði í staðin fyrir venjulegt. Þessi sykurlausu súkkulaðistykki fann ég í Nettó og þau voru mjög góð. Uppskriftina má nálgast hér: https://lindaben.is/recipes/orlitid-hollari-sukkuladibita-kokur/

Jarðaberja grísk jógúrt kaka

Þessi uppskrift er einnig frá Lindu Ben (já ég er dyggur aðdáandi!) en ég breytti þessari uppskrift nánast ekki neitt. Ég skipti bara út oreo kexinu fyrir sykurlaust kex sem lítur út og bragðast mjög svipað og oreo. Ég fann þetta kex í Nettó og það kom mér á óvart hvað það er gott og maður trúir því næstum ekki að það sé sykurlaust. Þessi kaka er ótrúlega fersk og góð og vegar upp á móti öllum dísætu kökunum þar sem hún er ekkert rosalega sæt. Mér finnst alltaf gott að bjóða upp á eina svona skyr- eða jógúrtköku í veislum til að vega upp á móti öllum sætindunum þar sem þær eru oftast ekki jafn sætar en hinsvegar mjög ferskar. Uppskriftina má nálgast hér: https://lindaben.is/recipes/einfold-jardaberja-grisk-jogurt-kaka-sem-tharf-ekki-ad-baka-og-er-merkilega-holl/

Marengsterta með jarðaberjum, súkkulaðikexi og karamellusósu

Marengs uppskriftin og karamellusósu uppskriftin eru frá Maríu Kristu og má nálgast hér: http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/2014/03/ferming-framundan.html?m=1 Inn í marengsinn setti ég þeyttann rjóma með vanilludufti og hreinum stevia dropum og svo skar ég niður jarðaber og sykurlaust súkkulaðikex og blandaði saman við rjóman.

Rice krispies kaka með bananarjóma og karamellu

Þetta er bara þessi hefðbundna rice krispies kaka sem allir þekkja, nema ég skipti út nokkrum hráefnum til að gera hana sykurminni. Ég notaði sykurlaust súkkulaði í staðin fyrir suðusúkkulaði, og sykurlaust sýróp í staðin fyrir venjulegt, og svo gerði ég tvöfalda uppskrift af karamellusósunni frá henni Maríu Kristu hér fyrir ofan og setti annann helminginn ofan á marengsinn og hinn helminginn yfir rice krispies kökuna. Í rjóman setti ég vanilluduft, einn stappaðann banana og nokkra dropa af steviu.

Hrákaka

Þessari uppskrift breytti ég ekki neitt enda enginn viðbættur sykur í henni, aðeins holl og góð hráefni. Mesta snilldin við þessa köku er að hún er geymd í frysti og því er hægt að gera hana með margra daga fyrirvara og spara sér tíma. Ég skar svo bara afganginn af kökunni í litla bita og setti aftur inn í frysti og núna get ég alltaf nælt mér í einn bita ef mig langar í eitthvað sætt með kaffinu. Eins og sést á myndinni er ennþá smá frost í kökunni þegar myndin er tekin og þarf að muna að taka hana úr frysti allavega 15 mínútum áður en veislan hefst. Uppskriftin er frá Gulur rauður grænn og salt og hana má nálgast hér: https://grgs.is/recipe/himneska-hrakakan/

Athugið að færslan er ekki unnin í samstarfi við neinn en allar uppskriftirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi frá höfundum og þakka ég þeim kærlega fyrir.

Kveðja Glódís

Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist

Kristel Nótt varð 1 árs 3 apríl síðast liðinn, við ákváðum að halda sameiginlegt afmæli sunnudeginum eftir afmælisdaginn hennar Kristelar.

Anja Mist missti af sinni afmælis veislu út af lungnabólgu sem hún fékk í nóvember sem er leiðinlegt út af því að það var lítið tala um annað ( það var samt haldið óvænt kaffi boð fyrir snúlluna um kvöldmatarleitið með þeim allra nánust þá var skellt í eina litla skúffu köku horft á Disney mynd og borðað stjörnu snakk þangað til hún lognaði út af)

Ef við lítum á björtu hliðarnar þá var allt klappað og klárt fyrir veislu út af því að við vorum búin að kaupa allar skreytingar fyrir afmælið, unicorn þema varð fyrir valinu og þar sem að Kristel hefur litla skoðun á þessu að þá deildu þær þessum dásamlega degi saman.

afmæli12

 

Lesa áfram „Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist“