Ég kíkti á dögunum í Hertex, Vínlandsleið til þess að skoða jóladót. Ef að ykkur „vantar“ eitthvað fyrir þessi jólin mæli ég með því að kíkja á hina ýmsu nytjamarkaði fyrst og athuga hvort að það sé fáanlegt þar. Ég fór í þeim tilgangi að ná mér í efnivið fyrir margnota jólagjafa“pappír“ og skoða hvort ég fyndi mögulega eitthvað í jólapakka….Ég fann ýmislegt flott en ég þurfti ekki mikið þar sem ég kem enn til með að búa hjá mömmu og pabba um jólin, ég á þó ekki mikið jólaskraut og þegar kemur að því að versla mér jólatré og eitthvað smá meira skraut fer ég klárlega aftur í Hertex til þess.

Það sem ég verslaði kostaði mig 2300 krónur í heildina, en þetta eru: 2 púðaver og viskastykki sem að ég ætla að nýta í gjafa“pappír“, 3 smákökubox sem ég ætla að nota í jólagjafir, 4 smákökumót, pakki með 12 litlum smákökumótum, bangsi til upphengingar og jólasvein á tréð.
Við þurfum að huga að neysluminni jólahöldum og að versla notað er góð byrjun, leita fyrst að því sem vantar á hinum ýmsu nytjamörkuðum og kannski líka að spá vel í það hvort þetta sé kannski tilbúin þörf? (jólagjafir sem hafa verið keyptar á nytjamörkuðum eru einnig engu síðri en ég er búin að versla nokkrar bæði í Hertex, Barnaloppunni og Extraloppunni til dæmis)
Þangað til næst Irpa Fönn
You must be logged in to post a comment.