Mig langar að deila með ykkur auðveldri uppskrift af grjónagraut fyrir 2-3 manns, hann henntar mjög vel fyrir þá sem eru ný byrjaðir að búa eða þeim sem eru ný byrjaðir að elda.
Það sem þú þarft!
- 1,5dl af grautagrjónum
- 2dl vatn
- 8dl mjólk
- 1/2 tsk salt
- 1tsk Vaniludropar
Aðferð
- Settu grjónin, vatnið og saltið saman í pott á hæðsta hitann.
- Leyfðu grjónunum að sjóða í 2mínutur og bættu svo 5dl af mjólk útí ásamt vaniludropunum.
- Þegar grauturinn byrjaður að bullsjóða lækkaðu þá hitan í lægsta hitann.
- Hrærðu af og til í grautnum þar til hann er byrjaður að þykkjast.
- Bættu 3dl af vatni í grautuinn og hækkaðu aftur í hæðsta hitann.
- Þegar grauturinn er aftur farinn að sjóða lækkaðu niður í lægsta hitan og hrærðu af og til í grautnum þar til hann er orðinn þykkur.
Tips!
- Ekki byrja gera grautinn nema þú eigir allavega 1líter af mjólk!
- Nýmjólk er best í grjónan
- Þú mátt sleppa vaniludropunum en grauturinn er að mínu mati betri með smá vanilu í
- Í staðin fyrir vaniludropana geturu notað vanilustöng(skerð hana opna,skefur úr stönginni og setur í pottinn ásamt stönginni sjálfri, tekur svo stöngina úr þegar grauturinn er tilbúinn).
- Í fyrstu skiptin sem þú ert að gera grjónagraut reiknaðu með klukkutíma í verkið og helst ekki fara langt frá pottinum meðan þú ert að elda því annars eru allar líkur á að þú brennir grautinn